145. löggjafarþing — 50. fundur,  10. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[00:14]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Í fyrri ræðum hefur verið ýjað að því að síðasta kjörtímabil hafi verið alslæmt og dagskrá hingað og þangað, en dagskrárstjórn er núna í annarra höndum og ég skora á þá sem hafa dagskrárstjórnina að gera betur. Það er hægt núna í staðinn fyrir að fara í einhvern refsileik eða hvernig sem fólki finnst það vera. Mér finnst það dálítið smánarlegt.

Ég ítreka áskorun mína: Gerum betur eftir því sem við höldum áfram.