145. löggjafarþing — 52. fundur,  11. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[12:08]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið og það að geta svarað mér svona ágætlega þó svo að ég hafi verið slegin út af laginu þegar kom að spurningunni. Ég þakka fyrir það.

Hv. þingmaður kom einnig inn á það í ræðu sinni, talaði réttilega um það, að verið sé að setja mikla peninga í Landspítalann. Ég er sammála hv. þingmanni um að það þurfi að setja enn meiri peninga í hann og styð vitanlega breytingartillögu minni hlutans. Ég hef áhyggjur af því hvað gerist ef ekki verða settir meiri peningar í þetta.

Ég vil þess vegna spyrja hv. þingmann: Hvað telur hann að gerist ef við setjum ekki aukna fjármuni í Landspítalann?