145. löggjafarþing — 52. fundur,  11. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[12:15]
Horfa

Óttarr Proppé (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þegar kemur að áætlanagerð hlýtur keppikeflið alltaf að vera að hafa áætlunina eins nákvæma og hægt er. En við gerum okkur grein fyrir því að ekki er alltaf hægt að áætla nákvæmlega upp á krónu og aur.

Sú fjármögnun sem bent er á í breytingartillögum minni hlutans byggir á þeirri reynslu sem við höfum á seinustu árum af því að arðgreiðslur hafa ítrekað verið miklu hærri en áætlað hefur verið fyrir og að ítrekað hefur verið bent á líkur á því að hægt sé að auka mjög skattheimtu.

Síðan eru það líka ákveðin grunnatriði að við (Forseti hringir.) mundum vilja sjá meira koma inn í arð af sameiginlegum auðlindum í gegnum veiðigjald og í gegnum orkuskatt.