145. löggjafarþing — 52. fundur,  11. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[18:03]
Horfa

Páll Valur Björnsson (Bf) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég var í andsvörum við hv. þm. Oddnýju Harðardóttur áðan sem er svo sem ekki í frásögur færandi en í lok ræðu minnar þegar ég gekk úr stólnum áminnti forseti mig um að ávarpa þingmanninn rétt.

Ég hef ekkert á móti því að vera áminntur ef ég geri mistök í stólnum, en mér er illa við ef ég geri það ekki. Ég fór yfir ræðu mína aftur og ég ávarpaði hana með réttu nafni, hv. þm. Lilju Rafneyju Magnúsdóttur. Það kom reyndar ekki beint út, ég gleymdi föðurnafninu í smátíma, en ég fór rétt með nafnið.

Eins þegar ræðu minni lauk fannst mér hæstv. forseti berja fullfast í bjölluna í fyrsta skipti og það er alger óþarfi því að það virðist vera lenska í þingsalnum, og hefur verið, að menn lemja létt fyrst. Þetta er mjög óþægilegt, ég veit ekki hvort hún hefur upplifað það sjálf, en ég frábið mér að það sé gert aftur.