145. löggjafarþing — 52. fundur,  11. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[21:56]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Án þess að fara í tæknilegar umræður um skatta á ferðamenn þá held ég að það blasi einfaldlega við hverjum manni að þar erum við langt því frá að taka inn þær tekjur sem við gætum verið að gera og ættum að vera að gera. Það er bara getuleysi sem því veldur.

Um Gini-stuðulinn, þ.e. alþjóðlegan mælikvarða um jöfnuð, er þingmaðurinn að vísa til reiknaðra talna fyrir árið 2013. Það er auðvitað ekki að furða vegna þess að allar aðgerðir sem við réðumst í á síðasta kjörtímabili og þarsíðasta í minnihlutastjórninni miðuðu að því að jafna kjörin í landinu. Það skilaði þessum árangri. Núverandi ríkisstjórn hefur einfaldlega gripið til margvíslegra aðgerða sem stefna í hina áttina. Það er hætt við því að við séum að missa þessa þróun í hina áttina því að ójöfnuður er augljóslega að aukast. Ég held að það blasi við fólki nú þegar í daglegu lífi í landinu okkar.