145. löggjafarþing — 53. fundur,  12. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[12:21]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Ef svipað fyrirkomulag hefði verið á þingfundi í síðustu viku og nú, boðað hefði verið til þingfundar með stuttum fyrirvara og þingfundur hefði verið hérna síðasta laugardag, þá hefði ég mætt sem varaþingmaður hv. þm. Birgittu Jónsdóttur og þar af leiðandi hefði verið vika síðan ég byrjaði sem varaþingmaður. Þar af leiðandi ætti hv. þm. Birgitta Jónsdóttir að mæta hér í dag, en þegar hún mætti í dag, eins og við bjuggumst við í þingflokki Pírata, var henni meinaður aðgangur að þingsal.

Ég vil því spyrja: Hvers konar vinnubrögð eru þetta eiginlega? Er hægt að ætlast til þess að hægt sé að gera þetta á einhvern betri hátt í framtíðinni? Ég er að reyna að spara stóru orðin ef það sést ekki á andlitsdráttum mínum.