145. löggjafarþing — 54. fundur,  14. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[23:36]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Við höfum mörg hver undrast á orðum hæstv. forsætisráðherra, en ég vil núna beina orðum mínum til forseta og spyrja hverju það megi sæta að forseti hafi gefið frá sér dagskrárvaldið í þinginu. Getur forseti svarað því hvort hann er að vinna í því að fá fólk til að tala saman? Er hann með einhverja áætlun uppi eða er hann bara sáttur við þá störukeppni sem methafinn mikli, hæstv. forsætisráðherra, hefur sett í gang hérna? Og hefur hæstv. forsætisráðherra tekið yfir stjórn þingsins?

Miðað við fullkomið stjórnleysi á hæstv. ríkisstjórn þá vona ég að herra forseti hlífi þingheimi við því að setja hæstv. forsætisráðherra í brúna. Ég skora á forseta Alþingis að taka stjórn á dagskrá Alþingis.