145. löggjafarþing — 54. fundur,  15. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[00:54]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Það er þessi setning sem maður heyrir stjórnarandstöðuþingmenn hvern á fætur öðrum fara með hér: „Við sem berum hag öryrkja og aldraðra fyrir brjósti.“ Þetta er sama fólkið og skar hlutfallslega meira niður til þessara hópa í síðustu ríkisstjórn heldur en í öðrum málaflokkum. Þetta eru sömu flokkarnir og stjórna … (Gripið fram í.) Þetta er sömu flokkarnir … (Gripið fram í.) Þetta eru sömu flokkarnir og stjórna núna … (Gripið fram í.) (Forseti hringir.) Þetta eru sömu — Fyrirgefðu. (Forseti hringir.) Þetta eru sömu flokkarnir og stjórna núna í Reykjavíkurborg (Gripið fram í: Skammastu þín …) sem skera niður … (Gripið fram í.)

(Forseti (ValG): Forseti biður hv. þingmenn að gefa hljóð í þingsalnum meðan hv. þingmaður er í pontu.)

(Gripið fram í: Þetta er bara dónaskapur.) Nei.

(Forseti (ValG): Forseti gerir þá kröfu.)

Þetta eru sömu flokkarnir og stjórna í Reykjavíkurborg sem eru að skera niður þjónustu til aldraðra og öryrkja. Nú er ekki einu sinni heitur matur fyrir aldraða. Svo koma þeir hér (Forseti hringir.) hvað eftir annað og segja: „Við sem berum hag aldraðra og öryrkja fyrir brjósti.“ Ég segi bara: Fussum svei. (Gripið fram í: Gerðu það eins oft og þú vilt.)