145. löggjafarþing — 55. fundur,  15. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[15:24]
Horfa

Ásmundur Friðriksson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég ætla ekki að gera að umræðuefni völd mín í Sjálfstæðisflokknum. Ég veit ekki á hvaða mælikvarða þau eru eiginlega. Ég ætla alls ekki að fara … (Gripið fram í.) — Það væri kannski margt öðruvísi ef svo væri, já. En ég sagði í ræðu minni áðan, svo það sé alveg ljóst og ég ætla að endurtaka það: Ég vil koma að slíkri vinnu ásamt fulltrúum lífeyrisþega og tel mig skulda þessu fólki réttlátar kjarabætur eins og ég fékk sjálfur fyrir nokkrum dögum. Það má auðvitað ekki gera meira úr því en ég er að segja hér. Ég er ekki í neinum viðræðum í mínum flokki um þau mál. (LRM: Út af hverju ekki?) Ég ræddi bara um þetta á þingflokksfundi í gær og hef rætt þetta í margar vikur í þingflokki mínum. Þar er allt sagt sem þarf að segja af minni hálfu í þessu máli. (LRM: Er það ekki vettvangurinn?)