145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[19:47]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Um leið og ég harma það að hér skyldi hafa verið felld tillaga áðan um styrkingu framhaldsskólans til þess að taka á móti öllum nemendum sem þangað vilja sækja þá verð ég að vekja athygli þingmanna á því að nú er verið að lækka framlag til Lánasjóðs íslenskra námsmanna þar sem nýjar upplýsingar gefa til kynna að lántakendum fækki. Á sama tíma er verið að taka af jöfnun á námskostnaði, þ.e. dreifbýlisstyrknum, það er verið að taka þaðan 50 millj. kr. til að mæta auknum umsýslukostnaði hjá LÍN.

Virðulegi forseti. Hvernig passar það að umsýslukostnaður aukist hjá LÍN ef umsóknum er að stórfækka? Þetta passar ekki. Þetta er á kostnað námsmanna í hinum dreifðu byggðum.