145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[20:19]
Horfa

Jóhanna María Sigmundsdóttir (F):

Hæstv. forseti. Þó svo að í þessu tilfelli sé aðeins verið að færa fjármagn inn á réttan lið þá er verið að mæta kostnaði til viðhalds á sauðfjárveikivarnargirðingum og ég fagna hverri einustu krónu sem í þann málaflokk kemur. En þó vil ég leggja áherslu á það, þar sem peningur er kominn í þetta, að tekið verði rækilega til í ferlinu um það hvernig boðið er út fyrir girðingar. Það hefur komið ákall frá mörgum sauðfjárræktarfélögum hringinn í kringum landið sem óska eftir að fjármagnið sé nýtt til að gera við girðingar eða rífa niður girðingar sem eru ekki lengur nothæfar og farnar að valda hættu. Það hefur einnig komið fyrir að boðin eru út verk í viðgerðir eða niðurrif varnargirðinga og þeim er svo ekki fylgt eftir og þarf þá að bíða enn þá lengur eftir þeim.