145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[21:56]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Venjulega færi ég í fundarstjórn forseta til að bera af mér sakir en hér er sá dagskrárliður ekki fyrir hendi, því þarf ég að nota þennan lið til að bera af mér sakir.

Hæstv. forsætisráðherra sagði áðan að þingmaður Pírata, þá átti hann væntanlega við mig, hefði kallað einhvern hér inni hálfvita. Það er ekki rétt. (Gripið fram í.) Ég útskýrði, ég taldi mjög skýrt að munurinn á 50 og 25 væri skýr. Munurinn á (Forseti hringir.) aðstæðum, þegar 120 milljarða kr. halli er á ríkissjóði, er skýr miðað við það þegar enginn halli er á ríkissjóði. Nú veit ég að hæstv. forsætisráðherra skilur þetta alveg af sömu ástæðu og ég veit að allir hér inni skilja þetta vegna þess að hér inni (Gripið fram í.) er enginn (Forseti hringir.) hálfviti.