145. löggjafarþing — 56. fundur,  16. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[23:56]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Við í Samfylkingunni höfum staðið að því árum saman að grein af þessum toga sé í fjárlögum. En við leggjumst gegn henni í þetta skiptið af þeirri einföldu ástæðu (Gripið fram í: Að kröfuhafarnir fá ekki bankann.) [Hlátur í þingsal.] að það er ekkert traust á því að þessi ríkisstjórn geti farið með sölu á eignarhlut í bönkum. Nýleg skoðanakönnun sýnir það afar vel. Það er einungis fimmtungur þjóðarinnar sem treystir stjórnarflokkunum til að fara með bankasölu. Það hefur verið mikill losarabragur á allri nálgun að þessu leyti af hálfu ríkisstjórnarinnar, óljósar boðleiðir, og við vorum nú að glíma við hæstv. fjármálaráðherra í vor lengi vel í einbeittri tilraun hans til að leggja niður Bankasýslu ríkisins. Blessunarlega er hann búinn að sjá að sér í því. Það er full ástæða til að staldra nú við, taka stöðuna eins og reyndar báðir stjórnarflokkarnir hafa sagt að eigi að gera, og Framsóknarflokkurinn sérstaklega hefur lagst gegn því, á síðasta flokksþingi, að Landsbankinn sé seldur.