145. löggjafarþing — 58. fundur,  18. des. 2015.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2016.

2. mál
[11:41]
Horfa

félags- og húsnæðismálaráðherra (Eygló Harðardóttir) (F):

Virðulegi forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um breytingar á skattlagningu á leigutekjum. Ég vil fá að vekja athygli þingheims á mati Analytica sem fylgir frumvarpi um almennar íbúðir um áhrif á meðal annars þessa breytingu. Mat fyrirtækisins er að áhrifin verði umtalsverð á almenna leigumarkaðinn og það telur að það geti fjölgað íbúðum um allt að 460 og lækkað leigu um 3,8%. Þetta er hluti af þremur stórum aðgerðum. Eina þeirra má finna í bandorminum og svo eru tvær í fjárlagafrumvarpinu sem eru hluti af yfirlýsingu stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga. Þetta er mjög gott mál, mun efla húsnæðismarkaðinn á Íslandi og að sjálfsögðu styð ég það.