145. löggjafarþing — 59. fundur,  19. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[12:32]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Vigdís Hauksdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Bara svo það sé sagt stýrir meiri hluti fjárlaganefndar ekki RÚV. Það er sjálfstætt ohf., yfir því félagi er stjórn og hún hefur ráðið til sín framkvæmdastjóra þannig að fjárlaganefnd er ekki með puttana í því hvernig RÚV kemur til með að haga rekstri sínum.

Neðarlega á bls. 5 kemur fram frá meiri hluta fjárlaganefndar að við beinum því til mennta- og menningarmálaráðherra að í nýjum þjónustusamningi ráðuneytisins og félagsins verði ákvæði um öll þessi atriði. Þetta hlýtur að koma til umræðu í þjónustusamningnum sem stendur til að gera fyrir áramót á grunni þessara fjárveitinga, á grunni þessara áherslna, félaginu og okkur öllum til heilla.