145. löggjafarþing — 59. fundur,  19. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[17:00]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Mig langar til að nota tækifærið og þakka samvinnuna í fjárlaganefnd. Þetta er búið að vera mjög lærdómsríkt og kannski svolítið að hoppa út í djúpu laugina, eins og maður segir, að byrja þingið á því að fara í fjárlaganefnd. Þetta er búið að vera hart á köflum. Þessi fjárlagaumræða hefur verið mjög löng og strembin og margt hefur komið fram. Ég held að þetta sýni hvað best að við þurfum að endurhugsa það hvernig við viljum útdeila því skattfé sem ríkið innheimtir.

Mig langar einnig til að nota tækifærið og hvetja þingheim til að samþykkja tæplega 15 millj. kr. kröfu fyrir umboðsmann Alþingis til frumkvæðisrannsókna og sömuleiðis minni ég á að hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál er hali sem þarf að leiðrétta svo ekki komi til frumkvæðisrannsóknar hjá umboðsmanni Alþingis.