145. löggjafarþing — 69. fundur,  28. jan. 2016.

norrænt samstarf 2015.

463. mál
[13:03]
Horfa

Flm. (Höskuldur Þórhallsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eitt af stærstu verkefnum Norðurlandaráðs er að útrýma stjórnsýsluhindrunum. Náðst hefur gríðarlega góður árangur í gegnum tíðina en ég skal þó viðurkenna að það er svona viss þreyta með það hversu hægt gengur á ýmsum sviðum. Það þýðir þó ekki að Norðurlandaráð ætli að heykjast á því og ég tek mjög vel í vinsamlegar ábendingar um að við skoðum þetta nánar og beitum okkur í þessu. Ég er þess fullviss að félagar mínir í Norðurlandaráði taki heils hugar þar undir og við munum taka það upp á fundi, ekki bara Íslandsdeildar heldur þeim fundum sem við sækjum á vettvangi Norðurlandaráðs í framtíðinni.