145. löggjafarþing — 73. fundur,  3. feb. 2016.

höfundalög.

333. mál
[15:38]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Hér höfum við greitt atkvæði í 2. umr. um höfundaréttamál sem okkur pírötum eru mjög mikilvæg. Við höfum gert ákveðna fyrirvara við þetta mál og viljum halda því til haga að umræðunni um það er ekki alveg lokið. Það eru fleiri sem koma að, ýmislegt er að gerast í heiminum o.s.frv., en í heildina teljum við þetta mál jákvætt og þess vegna greiðum við atkvæði með því núna en með þeim fyrirvara að umræðunni er ekki lokið og málin verða rædd áfram.