145. löggjafarþing — 82. fundur,  1. mars 2016.

fríverslunarsamningur við Japan.

22. mál
[14:09]
Horfa

Vilhjálmur Bjarnason (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég er skráður framsögumaður á þessu máli og átti þess ekki kost að mæla fyrir því, en það er mjög ánægjulegt að málið skuli vera komið hér til atkvæðagreiðslu. Þetta er tillaga til þingsályktunar um fríverslun við þriðja stærsta efnahagsveldi heims. Ísland hefur átt mikil viðskipti við Japan í gegnum árin á þeim 60 árum sem ríkin hafa verið í stjórnmálasambandi. Ég ætla bara að nefna tvennt; við höfum flutt inn veiðarfæri frá þessu landi og við höfum flutt sjávarafurðir til þessa lands. Það er ágætisdæmi í milliríkjaviðskiptum um það hvernig hvor aðili gerir best í sínum efnum.

Ég bið um að sem flestir þingmenn greiði þessari þingsályktunartillögu atkvæði og greiði fyrir frjálsum viðskiptum í heiminum.