145. löggjafarþing — 84. fundur,  2. mars 2016.

fullnusta refsinga.

332. mál
[15:32]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er ýmislegt í þessu máli til bóta, ýmislegt sem er ekki til bóta heldur gerir hlutina verri og sumt þarfnast meiri umræðu. En ég vil ítreka það sem hefur komið fram að það er ósk margra þingmanna að farið verði í heildarendurskoðun á málaflokknum með hliðsjón af betrun. Það verða ýmsar breytingartillögur til umfjöllunar og sjálfsagt verður talsverð umræða um þær, en við munum haga atkvæðum okkar þannig að við samþykkjum sumt, erum á móti öðru og sitjum hjá í öðru af ýmsum ástæðum, t.d. ef við teljum þurfa meiri umræðu. Ég fagna því sem kom fram hjá hv. þingmanni sem talaði hér áðan að það er enn þá vinna í gangi í þessum málaflokki og það er mjög mikilvægt að hún haldi áfram.