145. löggjafarþing — 91. fundur,  18. mars 2016.

menningarminjar o.fl.

606. mál
[13:48]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Fyrst varðandi spurninguna um hvaða tillit hafi verið tekið til athugasemda þeirra sem komu að samráðsferlinu þá er gerð ágæt grein fyrir því í V. kafla í greinargerð með frumvarpinu, það er reyndar dálítið langt mál fyrir mig að rekja það í stuttu andsvari. En brugðist var við ýmsum athugasemdum sem fram komu þó að að sjálfsögðu hafi menn ekki endilega allir verið sammála um hver væri besta leiðin í hverju tilviki, eins og iðulega er í samráði milli ólíkra hópa og stofnana, en reynt var að finna bestu heildarleiðina með þessu samráði.

Svo er spurt um hvort þetta rýri gildi Þjóðminjasafnsins. Þvert á móti, virðulegur forseti, þetta er akkúrat til þess fallið að styrkja Þjóðminjasafnið og raunar styrkja Minjastofnun líka og gera úr þessu eina öfluga stofnun sem verði enn betur til þess fallin að verja og sinna þessum málaflokki vel.

Hvað varðar gildistöku er ekki gert ráð fyrir því að þetta gangi úr gildi á næsta kjörtímabili. (Forseti hringir.) Skiptir þá engu máli áhugasviði einstakra ráðherra.