145. löggjafarþing — 97. fundur,  13. apr. 2016.

túlkun reglna um hagsmunaskráningu þingmanna.

[15:20]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti vill segja að hann er alltaf reiðubúinn til þess að eiga fundi með þingflokksformönnum og stendur ekkert á því. Forseti vill hins vegar upplýsa að fundur verður í forsætisnefnd á morgun, meðal annars til að reyna að átta sig á stöðunni. Það er forsætisnefnd sem fer með stjórn þingsins með forseta. Ekki var fundur fyrr í þessari viku, forseti taldi ekki ástæðu til þess vegna þeirrar óvissu sem hann mat að væri uppi í þinginu en hyggst halda fund í hádegishléi á morgun.