145. löggjafarþing — 103. fundur,  28. apr. 2016.

kosningar í haust.

[11:47]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Það er áhugavert að á sama tíma og hv. þingmenn kalla hér fram og tala um að það þurfi að auka virðingu þingsins koma þeir hér upp og kalla samþingsmenn sína hallærislega og litla. Hver hv. þingmaður verður að eiga það við sig. Ég held að allir sem að málinu koma séu sammála um að nauðsynlegt sé að klára ákveðin mál og fara síðan að kjósa. Ef þau mál eru gölluð, ekki nógu vel unnin, þá er náttúrlega mikilvægt að við förum í það og menn bendi á það og annaðhvort gerum við úrbætur á þeim eða í versta falli segjum að við getum ekki klárað þau. En eitt er alveg víst, við erum ekki að vinna að þjóðarhag með því að taka hér þátt og misnota liðinn fundarstjórn forseta. Það er algerlega ljóst. Ég bið hv. þingmenn að hugsa um þjóðarhag vegna þess að það er hagur þjóðarinnar að við klárum mikilvæg mál áður en við förum að kjósa. Það er öllum ljóst sem þau mál skoða. (SSv: Nýja skógræktarstofnun.)