145. löggjafarþing — 119. fundur,  26. maí 2016.

lyfjalög og lækningatæki.

473. mál
[11:18]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Á fundum velferðarnefndar komu fram áhyggjur af því sem hv. þm. Steinunn Þóra Árnadóttir nefndi, en í upplýsingum til nefndarinnar kom fram að þau útgjöld sem Landspítalinn mun bera vegna þessara mála verða óveruleg og rúmast innan fjárlaga — ef ekki þá verður það tekið til skoðunar — og að þetta snúi aðallega að innflytjendum þessara lækningatækja.