145. löggjafarþing — 151. fundur,  13. sept. 2016.

samningur Íslands og Evrópusambandsins um viðskipti með landbúnaðarvörur.

783. mál
[15:27]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég fagna þessum samningi og vil bara hafa það alveg skýrt að við í Bjartri framtíð viljum hafa það þannig að við treystum fólki til að velja sjálft hvað það vill kaupa, hvort það séu erlendar vörur eða íslenskar. Við viljum ekki forræðishyggju, að löggjafinn hafi sífellt vit fyrir fólki, hvað það fær að kaupa og hvað ekki. Neytendur eru vel í stakk búnir til að velja fyrir sig en við þurfum auðvitað að búa svo um hnútana að þeir geti lesið sér til um hvernig vörur þeir eru að kaupa. Það er það sem við sem löggjafinn eigum að einbeita okkur að en ekki skipta okkur af því hvort þeir kaupa erlent eða íslenskt. Það er ekki okkar hlutverk.