145. löggjafarþing — 153. fundur,  19. sept. 2016.

breyting á lífeyrissjóðakerfinu.

[16:54]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegi forseti. Ég hef í sjálfu sér engu við fyrri ræðu mína að bæta. Ef sú staða kemur upp sem hv. þingmaður nefnir hér ættum við að framlengja þetta þing. Ég held að þetta mál sé þeirrar gerðar að við ættum ekki að láta það gerast að þingið ljúki störfum án þess að hafa klárað það. Ég minni á að allir helstu hagsmunaaðilar í málinu eru samningsaðilar um leið og hafa tekið málið upp á eigin vettvangi, kynnt það og fengið aðild að samkomulaginu samþykkta.