145. löggjafarþing — 153. fundur,  19. sept. 2016.

fjárveitingar til Verkmenntaskólans á Akureyri.

[17:01]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegi forseti. Hér eru engar aðstæður til að ræða nákvæmlega um fjárhagsmálefni einstakra skóla. Það var spurt hvernig á því stæði að þessi staða væri komin upp aftur og ég hef veitt svör við því.

Að öðru leyti tek ég bara fram að það er ekki ný saga að einstaka skólar séu með halla. Á sama tíma eru aðrir skólar með afgang. Heildarstaða framhaldsskólastigsins hefur batnað ár frá ári. Það er hárrétt sem kom fram, mikið hafði verið skorið niður og það þurfti að gera átak til að fjármagna skólana betur. Í því átaki höfum við verið og þess vegna eru framlögin komin upp í um 1.100.000 kr. á (Gripið fram í.) nemanda (Gripið fram í.) en voru þegar við tókum við um (Gripið fram í.) 900.000 kr. (BjG: Á að senda nemendur heim …?) Ég veit ekki hvort hv. þingmaður er að hlusta á mig vegna þess að hún kallar svo mikið fram í en þetta er það sem við höfum verið að gera og framlögin stefna í að fara úr 900.000 kr., þegar við tókum við, í 1.600.000 kr. á nemanda.