145. löggjafarþing — 156. fundur,  23. sept. 2016.

dagskrá fundarins og afgreiðsla mála fyrir þinglok.

[13:44]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Frú forseti. Það er ekki hægt annað þegar staðan er orðin þannig að það eru örfáir dagar samkvæmt nýrri starfsáætlun í að við eigum að vera farin úr þinginu í kosningabaráttuna að rifja upp hvað samið var um í vor þegar þetta stutta haustþing var sett á. Það var til að klára mál sem tengdust gjaldeyrishöftum, húsnæðismálum og heilbrigðismálum. Í dag er verið að setja enn eitt nýtt mál á dagskrá sem ekki tengist neinu af þessum forgangsmálum. Það er enn verið að koma með ný mál, frú forseti. Þetta er stjórnlaust þing, verð ég að segja. Það er verið að draga okkur í stjórnarandstöðunni, sem höfum verið afskaplega samvinnuþýð, á asnaeyrunum. Þetta gengur ekki lengur, frú forseti. Hér spyrnum við við fótum.