145. löggjafarþing — 158. fundur,  27. sept. 2016.

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins.

873. mál
[14:16]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég veit svo sem ekki hvort ég á að segja því miður, en jú, því miður hefur aldrei náðst samkomulag á milli stjórnmálaflokka um að setja hér þingsköp sem koma í veg fyrir uppákomur eins og þessa. Þá er eina leiðin fyrir okkur þingmenn að vekja athygli forseta á því og lýsa mótmælum okkar við þau vinnubrögð sem framkvæmdarvaldið hefur uppi gagnvart þinginu.

Ríkisstjórnin er farlama en hún verður að átta sig á því, þessir ágætu menn sem eru í forustu fyrir ríkisstjórnina, að það er hennar hlutverk að leiða þetta þing til lykta. Við erum tilbúin að ræða við þá ef þeir mundu sýna okkur þá virðingu að tala við okkur. Við eigum að ljúka hér störfum ekki á morgun (Forseti hringir.) heldur hinn, eins og krakkarnir segja.