145. löggjafarþing — 160. fundur,  29. sept. 2016.

fjögurra ára samgönguáætlun 2015--2018.

638. mál
[18:31]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Ég vil líka taka undir það sem hv. þingmaður sagði varðandi hjólreiðaáætlun og þá fullyrðingu að við þurfum að setja okkur áætlanir um hjólreiðar hér á landinu og hvernig við ætlum að standa að uppbyggingu á því sviði. Ég hef sjálfur flutt tillögu þess efnis að við værum búin að marka okkur stefnu í því að byggja upp hjólreiðastíga og með hvaða hætti við ætluðum … Virðulegur forseti. Það lifir eftir af samtali sem ég átti hér í hliðarsal þegar ég kem upp í ræðustól, þannig ég kem kannski betur að því sem ég vildi fá að segja um hjólreiðaáætlanir í ræðu minni hér á eftir.