145. löggjafarþing — 164. fundur,  5. okt. 2016.

framhald þingstarfa.

[15:11]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf):

Virðulegur forseti. Ég ætla að taka þátt í því grimmilega málþófi sem hér fer fram. Mig langar að beina þeim tilmælum til hv. þm. Jóns Gunnarssonar að hann láti þau skilaboð út ganga til flokksmanna sinna að mæta þá í það minnsta á nefndarfundi. Ef stjórnarliðar eru hér ekki einu sinni margir hverjir til að halda uppi starfinu skil ég ekki lengur hvað við erum að gera hérna. Það var þannig í morgun að við gátum ekki haldið fund í fjárlaganefnd. Þar var minni hlutinn mættur en það vantaði fólk úr meiri hlutanum, m.a. úr flokki hv. þingmanns.

Mig langar að beina þeirri spurningu til hæstv. forseta hvort það sé raunverulega þannig að hann ekki fengið neinar nýjar upplýsingar frá því í gær um það með hvaða hætti stjórnarflokkarnir ætla sér að ljúka þessu þingi. Er það raunverulega þannig, hæstv. forseti? Ég vil fá svör við því.