146. löggjafarþing — 19. fundur,  26. jan. 2017.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

68. mál
[12:12]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tek hjartanlega undir öll orð hv. þingmanns en ítreka að kostnaðurinn mun verða mjög mikill með tilliti til menntunar og endurmenntunar starfsfólks og verkið tímafrekt. Það má ekki gera lítið úr þeim þáttum. Hins vegar er það hárrétt að til framtíðar litið skapar þetta tvímælalaust hagræði, ekki bara peningalegt heldur að sjálfsögðu einnig upplýsingalegt hagræði fyrir almenning og gagnsæi í stjórnsýslunni almennt. Það er því gríðarlega mikilvægt að við þorum að fara út í upphafskostnaðinn við þetta sem verður ekki lágur og ekki auðveldur. Ég þakka kærlega fyrir og vonast eftir góðu samstarfi í málaflokknum á þessu þingi.