146. löggjafarþing — 36. fundur,  28. feb. 2017.

störf þingsins.

[13:58]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V):

Frú forseti. Mig langar til að nota tækifærið undir liðnum störf þingsins og ræða störf þingsins. Mig langar að taka undir mál hv. þm. Steinunnar Þóru Árnadóttur frá því í gær. Þegar hv. þingmaður mælti fyrir áliti 2. minni hluta velferðarnefndar í tengslum við leiðréttingu á lögum um almannatryggingar kom hún inn á mál sem margir hv. þingmenn hafa nefnt hér undanfarið, þ.e. vinnulag við breytingu á lagatextum. Það hefur nokkuð farið fyrir umræðu um að framsetningin á lagatexta þegar verið er að vinna við lög og ekki síður greiða atkvæði um breytingar á þeim sé ekki sú hentugasta fyrir okkur. Þetta snýst í mínum huga um að búa okkur þingmönnum aðstæður til að vanda til verka til að draga úr hættu á villum.

Mig langar til að spyrja: Er eitthvað flókið eða jafnvel eitthvað óhentugt, neikvætt, við að breyta málum einfaldlega þannig að við þessa vinnu fáum við bara textann eins og hann er fyrir breytingar, fáum textann með breytingartillögum og fáum textann svo breyttan? Ef svo er ekki, getum við ekki bara gert þetta?


Efnisorð er vísa í ræðuna