146. löggjafarþing — 40. fundur,  7. mars 2017.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

207. mál
[19:44]
Horfa

Rósa Björk Brynjólfsdóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég fagna því ef hv. þm. Bryndís Haraldsdóttir vill efla vald þingsins, sér í lagi kannski í umræðu dagsins í dag við upphaf þingfundar. En mig langar enn fremur að spyrja hv. þingmann hvort hún telji að þetta mál muni taka miklum breytingum í meðferð umhverfis- og samgöngunefndar. Hver er skoðun hennar og álit á því?