146. löggjafarþing — 45. fundur,  21. mars 2017.

breytt skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

68. mál
[14:10]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Takk fyrir þetta. Ég þakka þingmanninum fyrir ræðuna. Mig langar aðeins að spyrja út í þann kostnað sem ræddur hefur verið í þingsalnum af því mér finnst hann ekki liggja hér fyrir. Rætt var um 120 millj. kr. kostnað á ári eins og málið var fram sett. Hér er einungis sagt, eins og framsögumaður kom inn á, að um væri að ræða tvo aðila, þ.e. ráðuneytisstjóra og ritara, en í rauninni er enginn kostnaður lagður hér fram, eins og ég hélt að lög kvæðu á um að yrði gert, þ.e. hvað þessi breyting hefði í för með sér. Við þekkjum það að þegar gerðar hafa verið breytingar á ráðuneytum hafa alla þær jafna kostað eitthvað. Mér finnst það ekki vera nógu skýrt af því að í tillögunni eins og hún var lögð fram var talað um fleiri starfsmenn. En kostnaður var 120 milljónir á ári. Mér þætti gott að vita hver áætlaður kostnaður er.