146. löggjafarþing — 49. fundur,  28. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[18:04]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Benedikt Jóhannesson) (V) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil áður en ég vík að spurningu hv. þingmanns ræða aðeins um málefni sem allmargir þingmenn hafa rætt um, þ.e. hvers vegna við eyðum ekki meiru í innviði á sama tíma og við erum með mikinn afgang í ríkisfjármálum. Svarið við því er að við viljum með því að vera með afgang sýna aðhald þegar það er spennustig í þjóðfélaginu en jafnframt erum við með því að borga niður skuldir að búa í haginn fyrir komandi kynslóðir þannig að þá verði meiru hægt að eyða í hin ágætu mál sem við erum öll sammála um að þurfi að gera, t.d. í heilbrigðiskerfið og almannatryggingakerfið.(Gripið fram í.)

Ég vil auk þess segja um ríkiseignir sem hér var vísað í: Þegar endurskoðun verður lokið á ríkisreikningi og sett fram með nýjum hætti verður að sjálfsögðu sett fram áætlun um ríkiseignir.