146. löggjafarþing — 51. fundur,  30. mars 2017.

rannsókn á sölu ríkisbankanna.

[10:55]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Eins mikið og ég vil spyrja um aflandsskýrsluna er málefnið hérna annað. Í viðtali við RÚV í gær sagði forsætisráðherra að það væri ekkert aðkallandi að skoða varðandi sölu bankanna fyrir 15 árum.

Látum okkur nú sjá. Samkvæmt fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar er stefnt á sölu bankanna aftur. Ég tel gríðarlega aðkallandi að fyrir liggi niðurstaða rannsóknar á öllu ferli einkavæðingar bankanna, seinni ef það kemur að líka. Ég spyr því ráðherra nú þegar komin er ansi svört niðurstaða á einkavæðingu Framsóknarhluta helmingaskiptanna: Ætlar ráðherra að standa í vegi fyrir að rannsókn á helmingi Sjálfstæðisflokksins fari fram?