146. löggjafarþing — 51. fundur,  30. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[16:56]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég óska eftir því við forseta að hæstv. fjármálaráðherra sé gert viðvart um óskir þingmanna að eiga orðastað við hann nú þegar við förum að sjá fyrir endann á þessari umræðu. Ég óska jafnframt eftir því að formaður fjárlaganefndar, hv. þm. Haraldur Benediktsson, verði kallaður til þingfundarins. Það er algerlega óviðunandi annað þar sem um er að ræða grundvallarplagg, þetta er í raun stærsta stefnumarkandi plagg nýrrar ríkisstjórnar, en að hún eigi orðastað við okkur á lokametrum þessarar umræðu. Ég vænti þess, virðulegi forseti, að það verði gert hlé á þessum þingfundi þar til annar hvor eða báðir þessir fulltrúar ríkisstjórnarmeirihlutans sjá sér fært að koma til fundarins.