146. löggjafarþing — 51. fundur,  30. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[17:03]
Horfa

Smári McCarthy (P) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég tók kannski fyrst til orða í þessari umræðu um fundarstjórn forseta vegna þess að mér þykir alveg afskaplega leiðinlegt að tala við sjálfan mig. Mér þætti rosalega gaman að tala við ýmsa ráðherra um þetta mál, sérstaklega ráðherra þeirra ráðuneyta sem geta ekki starfað undir þeim skilyrðum sem sett eru í þessari fjármálastefnu. Þá á ég helst við hæstv. félagsmálaráðherra, hæstv. heilbrigðisráðherra og jafnvel hæstv. samgönguráðherra.

Mér þætti afskaplega gaman að fá þá alla hingað til þess að geta talað við þá og átt samskipti við þá um það hvernig þeir sjái fyrir sér að hægt verði að fjármagna þá uppbyggingu sem stjórnarmeirihlutinn hefur ítrekað sagst ætla að ráðast í undir þeim skilyrðum sem eru sett fram í þessari fjármálastefnu. Ég skil ekki hvernig þetta á að virka. Þeir geta kannski útskýrt það.