146. löggjafarþing — 52. fundur,  3. apr. 2017.

orð ráðherra um peningamálastefnu.

[15:35]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Benedikt Jóhannesson) (V):

Frú forseti. Ég get fúslega endurtekið það hér að þegar ég var að ræða við blaðamanninn, fyrir þremur vikum eða svo, var ég að útskýra hvað þessi peningastefnunefnd ætti að gera og hvað hún myndi skoða. Ég get í sjálfu sér ekki borið neina ábyrgð á því hvernig menn túlka það eða segja frá því. Ég hef skýrt það hér og skýrt það í blaðaviðtali hvernig þetta átti sér stað. Það er hins vegar vitað að ekki eru allir sammála um þessa peningastefnu. Ég veit að hæstv. forsætisráðherra hefur ekki nákvæmlega sömu áherslur og ég. En það sannar í raun og veru bara það að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki útibú frá Viðreisn eins og sumir virðast halda.