146. löggjafarþing — 53. fundur,  3. apr. 2017.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 59/2017 um breytingu á XI. viðauka við EES-samninginn.

361. mál
[19:12]
Horfa

utanríkisráðherra (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Það hefði ekki komið mér á óvart að þetta hefði ruglast. Við erum að taka allar þessar þingsályktunartillögur um afléttingu á stjórnskipulegum fyrirvara í röð. Það hefði örugglega getað ruglast eitthvað í þessu. Ég held, virðulegi forseti, að við séum í 13. dagskrármálinu sem er um rafræn fjarskipti, hljóð, myndmiðlun og upplýsingasamfélagið. Það stemmir við það sem ég var að lesa hér. Ég held, virðulegi forseti, að ég sé á réttum stað. Sá sem hér stendur hefur ekki alltaf verið í réttu máli að tala, það er gömul saga og ný. (Gripið fram í.) Ég var eiginlega alveg viss um að hv. þingmaður hefði rétt fyrir sér þegar hún gerði athugasemd við það. En ég held alla vega miðað við þessa skoðun að við séum á réttum stað.