146. löggjafarþing — 59. fundur,  25. apr. 2017.

jöfn meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna.

436. mál
[21:22]
Horfa

félags- og jafnréttismálaráðherra (Þorsteinn Víglundsson) (V) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni þessa fyrirspurn. Þó að þetta ekki sé eiginleg innleiðing þar sem viðkomandi tilskipanir eru ekki undir hatti Evrópska efnahagssvæðisins, er engu að síður verið að laga íslenska löggjöf að efni viðkomandi tilskipana. Það útskýrir muninn á þessu og tilskipun hvað vinnumarkaðinn varðar sem er, eins og hv. þingmaður bendir réttilega á, með talsvert víðtækari skírskotun en það frumvarp sem hér um ræðir. Það er hin eina eiginlega skýring. Þarna er verið að horfa til þessara tilskipana og að gæta samræmis í íslenskri löggjöf.