146. löggjafarþing — 64. fundur,  9. maí 2017.

fjármálafyrirtæki og opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.

126. mál
[15:47]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég biðst afsökunar á smáruglingi hérna. Í fjarveru hv. þm. Smára McCarthys sem er fjarverandi vegna annarra þingstarfa tel ég mig þurfa að útskýra afstöðu Pírata í þessu máli. Mjög slæmar breytingar fóru í gegn við meðferð þessa máls sem fólust í því að nafnleynd afhjúpenda var skert, var í raun afnumin. Úr lögunum var tekin nafnleynd fyrir afhjúpendur sem ætluðu að upplýsa um fjármálabrot. Þar af leiðandi eru einhverjir Píratar sem munu sitja hjá í þessu máli þar sem þeir telja málið til bóta þrátt fyrir þessi slæmu ákvæði en síðan eru aðrir sem munu greiða atkvæði á móti, einmitt af þessari ástæðu.