146. löggjafarþing — 65. fundur,  15. maí 2017.

orð ráðherra í sérstakri umræðu.

[16:35]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg):

Virðulegi forseti. Ég vona að það fari vel um hæstv. ráðherra í hliðarsalnum með félögum sínum þar. Hann væri vissulega maður að meiri ef hann sæti hér og horfði framan í okkur. Hann getur horft framan í okkur meðan hann móðgar okkur en ekki þegar hann hlustar á viðbrögð okkar við því. Hvað er þetta með framkvæmdarvaldið almennt? Er það bara eitthvað sem maður lærir þegar maður kemst í ráðherrastól að maður skuli koma fram við löggjafarvaldið af lítilsvirðingu? Fyrirspurnum sem við beinum til ráðherra er svarað seint eða illa. Á föstudaginn fékk ég svar við fyrirspurn sem lögð var fram 8. mars. Ég er ekki búinn að fá svar við fyrirspurn sem lögð var fram 23. mars. Það voru engar útskýringar á því af hverju var ekki farið eftir lögum og svarað. Beiðnir um sérstakar umræður liggja inni mánuðum saman. Framkvæmdarvaldið veður hér inn og lætur eins og við séum bara fyrir: Æi, þetta er nú liðið niðri á þingi sem er eitthvað að þusa og við þurfum nú ekkert að hlusta á það. Þegar hæstv. ráðherra fæst svo (Forseti hringir.) til að koma hingað, mæta í pontu, mæta okkur — hann sækir umboð sitt til okkar — þá hraunar hann yfir okkur. Og að geta beðist afsökunar? Nei. Það er mönnum af þessu tagi ekki eðlislægt.