146. löggjafarþing — 68. fundur,  22. maí 2017.

landhelgi, efnahagslögsaga og landgrunn.

413. mál
[18:39]
Horfa

Frsm. utanrmn. (Bryndís Haraldsdóttir) (S):

Virðulegi forseti. Ég biðst innilegrar afsökunar á því að ég var ekki undirbúin undir framsögu á þessu ágæta máli akkúrat núna.

Málið varðar frumvarp um breytingu á lögum um landhelgi og efnahagslögsögu um landgrunn. Hér liggur fyrir álit hv. utanríkismálanefndar. Undir það álit rita hv. þingmenn: Jóna Sólveig Elínardóttir formaður, sú sem hér stendur, Bryndís Haraldsdóttir framsögumaður, Ásta Guðrún Helgadóttir, Birgir Ármannsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Teitur Björn Einarsson og Vilhjálmur Bjarnason.

Nefndin fékk á fund til sín Matthías Geir Pálsson frá utanríkisráðuneytinu, en engar umsagnir bárust um frumvarpið.

Með frumvarpinu eru lagðar til þrenns konar breytingar á lögum um landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn. Sátt ríkir um málið í nefndinni eins og fram kemur í nefndaráliti. Nefndin leggur því til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.