146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[20:38]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Það skiptir a.m.k. máli að sveitarfélögunum séu tryggðar tekjur til þess að standa undir þeirri þjónustu sem ríkið leggur á herðar þeim. Ef ekki þá bregðast þau einfaldlega við með því að reyna að koma sér undan því að veita bestu mögulegu þjónustu eða taka peninga úr öðrum málaflokkum. Með þessu frumvarpi þarf að tryggja að tekjurnar skili sér til sveitarfélaganna.

Ég er svo sammála að öðru leyti hv. þingmanni um skattkerfið, það þarf að skoða það allt í samhengi. Búið er að koma óorði á orðið skatt bara með því að tala nógu illa um hann og nógu oft. Í rauninni er sá skattur sem við greiðum til ríkisins í samneysluna sennilega langbesta fjárfesting sem allur þorri Íslendinga gerir á ævinni.