146. löggjafarþing — 69. fundur,  23. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[21:09]
Horfa

Theodóra S. Þorsteinsdóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er hjartanlega sammála. Ég er algjörlega sammála að það má alveg auka gegnsæi í þessum vinnubrögðum heilt yfir. Ég tek undir t.d. nefndarálit velferðarnefndar, því að erfitt er að sjá hvað eru fjárfestingar og hvað er rekstur. Eins og ég sagði í ræðu minni í upphafi eigum við töluvert í land með að ná almennilega tökum á hinu nýja verklagi sem er viðhaft núna. Ég get ekki sagt annað en að allt gegnsæi, betri upplýsingar, jafnvel þótt þetta sé áætlun, ef við getum unnið þetta með einhverjum hætti, skýrt það með meira gegnsæi, þá tek ég algjörlega undir það.