146. löggjafarþing — 71. fundur,  24. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[17:09]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég má til með að þakka hv. þingmanni fyrir mjög svo góðu ræðu áðan. Það sem ég hjó sérstaklega eftir í ræðu þingmanns var einmitt; hvar er löggjafinn? Hvar erum við að setja okkar mark á þetta plagg hér? Þessar ríflega 300 bls. og ég veit ekki hvað margar blaðsíður er búið að skrifa hér í umsögnum, 21 bls. í nefndaráliti frá meiri hlutanum, samt mun þetta líta nákvæmlega eins út og þegar þetta kom frá ráðuneytinu.

Mig langar til að fá að heyra frá hv. þingmanni hvernig hann sér að mark þingsins muni í raun og veru vera á þessu plaggi þegar búið er að fara með það í gegnum þinglega meðferð? Hvort það sé eðlilegt að nákvæmlega engar breytingar verði gerðar á þessari áætlun, eins og virðist vera ef allt gengur eftir samkvæmt meiri hlutanum.