146. löggjafarþing — 71. fundur,  24. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[19:07]
Horfa

Einar Brynjólfsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Haraldi Benediktssyni fyrir hið síðara andsvar. Það er rétt sem hv. þingmaður segir, við gagnrýnum harðlega fjármálaáætlunina. Vegna þess að þar er ekki að finna tíma- eða tölusett markmið, nægilega mörg. Ekki er að finna skiptingu í málefnaflokka. Þetta eru eingöngu heildartölur, þetta eru samtölur sem segja mjög lítið. Við slíkar aðstæður er erfitt að koma með breytingartillögur vegna þess að við vitum ekki hverju á að breyta því að við vitum ekki hvað liggur að baki. Þetta er meira svona retorísk fjármálaáætlun.

Hugmyndir okkar hafa svo sannarlega verið fjölmargar og þær koma vel fram í umsögnum okkar Pírata og (Forseti hringir.) í áliti hv. þm. Björns Leví Gunnarssonar.