146. löggjafarþing — 71. fundur,  24. maí 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[22:51]
Horfa

Nichole Leigh Mosty (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tek undir það að þeir sem stjórna spítalanum núna eru fagfólk. Ekki spurning. En það er mín skoðun að núna, á meðan á mestu uppbyggingu í sögu landsins stendur, á orka þeirra, þekking og kraftur að vera nýtt innan spítalans. Þar eiga þeir að vera að vinna að þessari skilvirkni sem er rædd í McKinsey-skýrslunni. Þekking þeirra á að vera þar, ekki hér í þinghúsinu að tala við hv. þm. Harald Benediktsson. Þetta er mín skoðun. Hann er ágætur að tala við, en þið skiljið hvert ég er að fara. Tillaga mín er af einlægni hugsuð út frá spítalanum og hvar þessi magnaða þekking á að vera. Hún á að vera þar, ekki hér í pólitískri baráttu. Það er mín skoðun.

Hvað varðar kerfið: Við reyndum að ræða þetta á fundinum í fjárlaganefnd. Ég spurði sérstaklega út í (Forseti hringir.) … Ég tek þetta upp aftur.